Þetta forrit býður upp á flýtileið í Google-aðgangsorðastjórnun í símanum þínum, sem auðveldar þér að finna og stjórna aðgangsorðunum þínum, aðgangslyklum og fleiru.
Google-aðgangsorðastjórnun er þegar innbyggð í Android-símanum þínum. Hún vistar aðgangsorðin þín með öruggum hætti og gerir þér kleift að skrá þig inn í hvelli.
Greiður aðgangur að aðgangsorðum:
Skráðu þig inn á vefsvæði og í forrit í hvaða tæki sem er, án þess að þurfa að muna eða endurnota aðgangsorð. Google-aðgangsorðastjórnun er innbyggð í Chrome (á öllum verkvöngum) og Android.